Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Þorvaldur Friðriksson hefur lengi rannsakað keltnesk áhrif á Íslandi, sérstaklega á hin ýmsu örnefni sem finnast víða um land og eru illskiljanleg þegar keltneskt samhengi er ekki fyrir hendi. vísir/egill Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira