„Við þurfum að verja Valhöll“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 19:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mikill rokkaðdáandi. Hann hefur jafnan dálæti á textasmíð íslenskra þungarokkssveita. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira