Liverpool sagt vera búið að taka til hliðar peninga vegna mögulegra kaupa á Jude Bellingham Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 23:16 Jude Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vísir/Getty Sagan um möguleg félagaskipti Jude Bellingham verður án efa fyrirferðamikil í allan vetur. Hann hefur lengi vel verið orðaður við Liverpool og nú berast fregnir af því að eigendur enska liðsins séu búnir að leggja til hliðar peninga sem nota á vegna mögulegra kaupa næsta sumar. Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira