Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Aðsend Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira