Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 15:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30