Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2022 10:45 Úkraínskir hermenn skjóta á Rússa í austurhluta landsins. GettY/Wolfgang Schwan Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. Kjarnorkuvopn af þessu tagi eru hönnuð til að vera notuð á víglínum og voru þróuð á tímum Sovétríkjanna til að brjóta leið fyrir sovéska herinn í gegnum varnir Atlantshafsbandalagsins, andstætt stærri kjarnorkuvopnum sem hönnuð eru til að granda borgum og iðnaðarmiðstöðum. Rússar eru taldir eiga um tvö þúsund lítil kjarnorkuvopn en þessi tegund vopna hefur aldrei verið notuð í átökum. Hægt er að skjóta þeim með hefðbundnum eldflaugum eða jafnvel með stórskotaliðsvopnum. Bandaríkjamenn komust á snoðir um þessar umræður um miðjan október, samkvæmt heimildarmönnum New York Times, og leiddu þær til aukinna áhyggja en á sama tíma héldu Rússar því fram að Úkraínumenn ætluðu að sprengja frumstæða kjarnorkusprengju í Úkraínu. Síðan þá hefur dregið verulega úr áhyggjum Bandaríkjamanna. Hafa minni áhyggjur Þrátt fyrir umræðuna segjast Bandaríkjamenn ekki hafa séð nein ummerki um það að Rússar hafi á einhverjum tímapunkti undirbúið notkun kjarnorkuvopna. Þá hringdu bandarískir embættismenn í rússneska og ræddu við þá en meðal annars töluðu varnarmálaráðherra ríkjanna tvisvar sinnum saman. Þessi símtöl eru sögð hafa dregið úr áhyggjum Bandaríkjamanna. Nýleg ræða Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, þar sem hann sagði ríkisstjórn sína ekki sjá nokkurn tilgang í því að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu, hefur einnig leitt til minni áhyggja vestanhafs. Hann kom ekki að viðræðum leiðtoga hersins um notkun kjarnorkuvopna, svo vitað sé. Hann er eini maðurinn í Rússlandi sem gæti tekið ákvörðun um notkun kjarnorkuvopna, samkvæmt NYT. Evrópskur embættismaður sagði ræðu Pútíns vera í takt við fyrri hegðun Pútíns. Hann hefði oft aukið spennu viljandi, fylgst með viðbrögðum Vesturlanda og dregið svo í land. Pútín sagði í áðurnefndri ræðu að innrásin í Úkraínu væri á áætlun og sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínu. Upprunalega reyndu Rússar að hernema Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og ætluðu að ná allri Svartahafsströnd landsins á sitt vald. Það mistókst þó og síðan þá hafa Rússar dregið úr markmiðum sínum í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússlands víðast hvar í varnarstöðu á víglínunum í Úkraínu. Búast við átökum næstu vikurnar Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt fram gegn Rússum bæði í Kherson-héraði í suðri og í austurhluta Úkraínu. Umfangsmikil herkvaðning í Rússlandi hefur gert rússneskum herforingjum kleift að senda tugi þúsunda manna á víglínurnar í Úkraínu. Þeir hermenn eru lítið þjálfaðir en geta verið notaðir til að fylla upp í göt í vörnum Rússa og hjálpað þeim að halda þeim svæðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Sérfræðingar búast við því að bardagar muni halda áfram næstu vikurnar en með vetrinum muni átökin minnka, þar til vorar á ný. Þangað til veturinn kemur er búist við hörðum átökum í Kherson-héraði en þar reyna Úkraínumenn að reka Rússa frá vesturbakka Dniproár. Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Umræddir íbúar búa við austurbakka árinnar en mögulegt er að Rússar ætli sér að láta hermenn búa í húsum fólksins í vetur. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Ráðamenn í Rússlandi lýstu því nýverið yfir að þeir myndu slíta sig frá kornsamkomulaginu svokallaða eftir að Úkraínumenn gerðu árás á nokkur skip í Svartahafsflota Rússlands og þar á meðal nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn héldu þrátt fyrir það áfram að senda kornskip frá Odessa. Flutningaskip, og þar á meðal skip sem bera korn frá Úkraínu, bíða skoðunar við höfnina í Istanbúl.Getty/Chris McGrath Þá tilkynntu Rússar óvænt í morgun að kornsamkomulagið stæði enn. Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að samkomulaginu, sem hefur gert Úkraínumönnum kleift að flytja mikið magn korns en samkomulagið er talið talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sjá einnig: Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Blaðamaður Wall Street Journal segir að Rússar hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum vegna þess að Úkraínumenn, Tyrkir og SÞ hafi haldið áfram að flytja korn frá Odessa. Þeir kostir hafi verið að sökkva annað hvort farmskipum ríkja sem hafa ekki komið að átökunum í Úkraínu eða hætta við að slíta samkomulaginu. Hann segir Pútín hafa valið seinni kostinn. Russia withdrew from the grain deal 4 days ago. The UN, Turkey and Ukraine called Moscow s bluff, continuing the ship convoys regardless. Faced with the choice of sinking third-country merchant ships or an embarrassing climbdown, Putin chose a climbdown. https://t.co/Wvwat7m00p— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 2, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum. 1. nóvember 2022 19:21 Pútín segir að frestun samnings um kornútflutning sé tímabundin Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi ákveðið að frysta samning sem gerður var um að flutningaskip fái að flytja korn frá Úkraínu um svartahaf. 1. nóvember 2022 08:56 Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu í símtali við Selenskíj Joe Biden Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu þegar hann ræddi við Vólódímír Selenskíj forseta Úkraínu fyrr á árinu. Selenskíj á að hafa beðið Biden um frekari fjárstuðning og er Biden sagður hafa orðið pirraður. 31. október 2022 19:33 Leðjutímabil hafi áhrif á frammistöðu í stríðinu Íbúi í Kænugarði segir að magn sprenginga sem urðu á svæðinu í morgun sé svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. Úkraínumenn séu enn í mikilli sókn en veðurfar hafi nú áhrif á frammistöðu beggja ríkja. 31. október 2022 13:00 Neyðarskömmtun víða í gildi eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa Loftvarnaflautur fóru í gang og sprengingar heyrðust víða um Úkraínu í morgun. Íbúar voru hvattir til að leita skjóls, meðal annars í Kænugarði og á að minnsta kosti tíu öðrum svæðum. 31. október 2022 11:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Kjarnorkuvopn af þessu tagi eru hönnuð til að vera notuð á víglínum og voru þróuð á tímum Sovétríkjanna til að brjóta leið fyrir sovéska herinn í gegnum varnir Atlantshafsbandalagsins, andstætt stærri kjarnorkuvopnum sem hönnuð eru til að granda borgum og iðnaðarmiðstöðum. Rússar eru taldir eiga um tvö þúsund lítil kjarnorkuvopn en þessi tegund vopna hefur aldrei verið notuð í átökum. Hægt er að skjóta þeim með hefðbundnum eldflaugum eða jafnvel með stórskotaliðsvopnum. Bandaríkjamenn komust á snoðir um þessar umræður um miðjan október, samkvæmt heimildarmönnum New York Times, og leiddu þær til aukinna áhyggja en á sama tíma héldu Rússar því fram að Úkraínumenn ætluðu að sprengja frumstæða kjarnorkusprengju í Úkraínu. Síðan þá hefur dregið verulega úr áhyggjum Bandaríkjamanna. Hafa minni áhyggjur Þrátt fyrir umræðuna segjast Bandaríkjamenn ekki hafa séð nein ummerki um það að Rússar hafi á einhverjum tímapunkti undirbúið notkun kjarnorkuvopna. Þá hringdu bandarískir embættismenn í rússneska og ræddu við þá en meðal annars töluðu varnarmálaráðherra ríkjanna tvisvar sinnum saman. Þessi símtöl eru sögð hafa dregið úr áhyggjum Bandaríkjamanna. Nýleg ræða Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, þar sem hann sagði ríkisstjórn sína ekki sjá nokkurn tilgang í því að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu, hefur einnig leitt til minni áhyggja vestanhafs. Hann kom ekki að viðræðum leiðtoga hersins um notkun kjarnorkuvopna, svo vitað sé. Hann er eini maðurinn í Rússlandi sem gæti tekið ákvörðun um notkun kjarnorkuvopna, samkvæmt NYT. Evrópskur embættismaður sagði ræðu Pútíns vera í takt við fyrri hegðun Pútíns. Hann hefði oft aukið spennu viljandi, fylgst með viðbrögðum Vesturlanda og dregið svo í land. Pútín sagði í áðurnefndri ræðu að innrásin í Úkraínu væri á áætlun og sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínu. Upprunalega reyndu Rússar að hernema Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og ætluðu að ná allri Svartahafsströnd landsins á sitt vald. Það mistókst þó og síðan þá hafa Rússar dregið úr markmiðum sínum í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússlands víðast hvar í varnarstöðu á víglínunum í Úkraínu. Búast við átökum næstu vikurnar Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt fram gegn Rússum bæði í Kherson-héraði í suðri og í austurhluta Úkraínu. Umfangsmikil herkvaðning í Rússlandi hefur gert rússneskum herforingjum kleift að senda tugi þúsunda manna á víglínurnar í Úkraínu. Þeir hermenn eru lítið þjálfaðir en geta verið notaðir til að fylla upp í göt í vörnum Rússa og hjálpað þeim að halda þeim svæðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Sérfræðingar búast við því að bardagar muni halda áfram næstu vikurnar en með vetrinum muni átökin minnka, þar til vorar á ný. Þangað til veturinn kemur er búist við hörðum átökum í Kherson-héraði en þar reyna Úkraínumenn að reka Rússa frá vesturbakka Dniproár. Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Umræddir íbúar búa við austurbakka árinnar en mögulegt er að Rússar ætli sér að láta hermenn búa í húsum fólksins í vetur. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Ráðamenn í Rússlandi lýstu því nýverið yfir að þeir myndu slíta sig frá kornsamkomulaginu svokallaða eftir að Úkraínumenn gerðu árás á nokkur skip í Svartahafsflota Rússlands og þar á meðal nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn héldu þrátt fyrir það áfram að senda kornskip frá Odessa. Flutningaskip, og þar á meðal skip sem bera korn frá Úkraínu, bíða skoðunar við höfnina í Istanbúl.Getty/Chris McGrath Þá tilkynntu Rússar óvænt í morgun að kornsamkomulagið stæði enn. Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að samkomulaginu, sem hefur gert Úkraínumönnum kleift að flytja mikið magn korns en samkomulagið er talið talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sjá einnig: Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Blaðamaður Wall Street Journal segir að Rússar hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum vegna þess að Úkraínumenn, Tyrkir og SÞ hafi haldið áfram að flytja korn frá Odessa. Þeir kostir hafi verið að sökkva annað hvort farmskipum ríkja sem hafa ekki komið að átökunum í Úkraínu eða hætta við að slíta samkomulaginu. Hann segir Pútín hafa valið seinni kostinn. Russia withdrew from the grain deal 4 days ago. The UN, Turkey and Ukraine called Moscow s bluff, continuing the ship convoys regardless. Faced with the choice of sinking third-country merchant ships or an embarrassing climbdown, Putin chose a climbdown. https://t.co/Wvwat7m00p— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 2, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum. 1. nóvember 2022 19:21 Pútín segir að frestun samnings um kornútflutning sé tímabundin Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi ákveðið að frysta samning sem gerður var um að flutningaskip fái að flytja korn frá Úkraínu um svartahaf. 1. nóvember 2022 08:56 Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu í símtali við Selenskíj Joe Biden Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu þegar hann ræddi við Vólódímír Selenskíj forseta Úkraínu fyrr á árinu. Selenskíj á að hafa beðið Biden um frekari fjárstuðning og er Biden sagður hafa orðið pirraður. 31. október 2022 19:33 Leðjutímabil hafi áhrif á frammistöðu í stríðinu Íbúi í Kænugarði segir að magn sprenginga sem urðu á svæðinu í morgun sé svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. Úkraínumenn séu enn í mikilli sókn en veðurfar hafi nú áhrif á frammistöðu beggja ríkja. 31. október 2022 13:00 Neyðarskömmtun víða í gildi eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa Loftvarnaflautur fóru í gang og sprengingar heyrðust víða um Úkraínu í morgun. Íbúar voru hvattir til að leita skjóls, meðal annars í Kænugarði og á að minnsta kosti tíu öðrum svæðum. 31. október 2022 11:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum. 1. nóvember 2022 19:21
Pútín segir að frestun samnings um kornútflutning sé tímabundin Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi ákveðið að frysta samning sem gerður var um að flutningaskip fái að flytja korn frá Úkraínu um svartahaf. 1. nóvember 2022 08:56
Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu í símtali við Selenskíj Joe Biden Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu þegar hann ræddi við Vólódímír Selenskíj forseta Úkraínu fyrr á árinu. Selenskíj á að hafa beðið Biden um frekari fjárstuðning og er Biden sagður hafa orðið pirraður. 31. október 2022 19:33
Leðjutímabil hafi áhrif á frammistöðu í stríðinu Íbúi í Kænugarði segir að magn sprenginga sem urðu á svæðinu í morgun sé svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. Úkraínumenn séu enn í mikilli sókn en veðurfar hafi nú áhrif á frammistöðu beggja ríkja. 31. október 2022 13:00
Neyðarskömmtun víða í gildi eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa Loftvarnaflautur fóru í gang og sprengingar heyrðust víða um Úkraínu í morgun. Íbúar voru hvattir til að leita skjóls, meðal annars í Kænugarði og á að minnsta kosti tíu öðrum svæðum. 31. október 2022 11:45