Brooklyn hefur farið illa af stað á tímabilinu þar sem liðið hefur aðeins unni tvo af sínum fyrstu sjö leikjum og situr í tólfta sæti austurdeildarinnar.
Nash tók við Brooklyn Nets í september árið 2020 og undir hans stjórn hefur liðið unnið 94 leiki og tapað 67. Gengi liðsins í úrslitakeppninni hefur hins vegar verið afleitt undir hans stjórn þar sem liðið hefur aðeins unnið eitt einvígi.
„Ég óska Nets allrar þeirrar velgengni sem í boði er og við í Nash fjölskyldunni munum styðja okkar lið á meðan það snýr gengi tímabilsins við,“ skrifaði þjálfarinn meðal annars í tilkynningu sinni þar sem hann þakkar öllum hjá Brooklyn Nets fyrir tíma sinn hjá liðinu.
— Steve Nash (@SteveNash) November 1, 2022