Liverpool hafði betur en Napoli heldur efsta sætinu 1. nóvember 2022 21:56 Mohamed Salah tryggði Liverpool sigurinn í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Liverpool þurfti fjögurra marka sigur gegn Napoli til að ná efsta sætinu af ítalska liðinu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar aðeins 2-0 sigur heimamanna og Napoli heldur því efsta sætinu. Eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 0-0. Nokkuð lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og gestirnir frá Napoli héldu að þeir hefðu tekið forystuna á 53. mínútu þegar Leo Østigård kom boltanum í netið. Eftir langa skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Østigård var rangstæður og markið því dæmt af. Eina löglega mark leiksins skoraði hins vegar Mohamed Salah þegar hann hirti frákastið eftir að Alex Meret hafði varið frá Darwin Nunez á 85. mínútu. Nunez bætti svo sjálfur við marki á tíundu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 2-0 sigur Liverpool. Liðin enda því jöfn á toppi A-riðils með 15 stig hvor. Napoli vann hins vegar fyrri leik liðanna 4-1 og Ítalirnir enda því í efsta sæti riðilsins, en Liverpool í öðru sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Liverpool þurfti fjögurra marka sigur gegn Napoli til að ná efsta sætinu af ítalska liðinu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar aðeins 2-0 sigur heimamanna og Napoli heldur því efsta sætinu. Eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 0-0. Nokkuð lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og gestirnir frá Napoli héldu að þeir hefðu tekið forystuna á 53. mínútu þegar Leo Østigård kom boltanum í netið. Eftir langa skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Østigård var rangstæður og markið því dæmt af. Eina löglega mark leiksins skoraði hins vegar Mohamed Salah þegar hann hirti frákastið eftir að Alex Meret hafði varið frá Darwin Nunez á 85. mínútu. Nunez bætti svo sjálfur við marki á tíundu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 2-0 sigur Liverpool. Liðin enda því jöfn á toppi A-riðils með 15 stig hvor. Napoli vann hins vegar fyrri leik liðanna 4-1 og Ítalirnir enda því í efsta sæti riðilsins, en Liverpool í öðru sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti