Eyddu jólakvöldinu í New York með matareitrun á klósettinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 06:53 Leikarinn og veitingamaðurinn Aron Mola svarar spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Instagram Þau eins ólík og þau eru mörg verkefnin sem eru á könnu Arons Más Ólafssonar þessa dagana en Aron vatt kvæði sínu í kross fyrir stuttu, hætti í Borgarleikhúsinu og opnaði grautarstaðinn Stund í Grósku. Sjörnuleit og grautargerð Ásamt því að vera á fullu að fóta sig í veitingageiranum verður Aron annar kynnir IDOL þáttanna ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttir en þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 í lok nóvember. „Svo er það Afturelding sem er sjónvarpsþáttaröð eftir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Dóra DNA sem er mjög spennandi og kemur út næstu páska.“ Klífa veggina saman Kærasta Arons, er Hildur Skúladóttir sálfræðingur en saman eiga þau drengina Birni Blæ og Brynjar Berg. Hildur og Aron hafa verið saman síðan 2014 en fyrstu kynnin voru á stefnumótaforritinu Tinder. Hann segir veitingareksturinn ganga mjög vel en grautarstaðinn Stund opnaði hann ásamt Hildi kærustu sinni, Aroni Can tónlistarmanni og Ernu Maríu kærustu hans. „Móttökurnar eru búnar að vera frábærar og fólk er að koma aftur og aftur, sem er góðs viti.“ Aron segir þau öll eiga það sameiginlegt að hafa verið nokkuð óreynd í veitingabransanum áður en þau réðust í þetta verkefni og því margt að læra. Við höfum þess vegna þurft að rekast á alla veggina í sameiningu. Þetta mein hollt og lærdómsríkt ferli sem ég elska. Að takast á við eitthvað nýtt saman. Nafnarnir Aron Mola og Aron Can ásamt kærustum sínum Hildi og Ernu Maríu. Sjálfur segist Aron vera skítsæmilegur í eldhúsinu en hér fyrir neðan svarar hann spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Ertu mikill matargúrmé maður? Já, ég myndi segja það ég hef alltaf elskað mat og er duglegur að prófa eitthvað nýtt. Sem dæmi hef ég prófað vegan, ketó, pescaterian og marcros og elska að reyna að finna hvaða matarvenjur passa best við mig. Aron segir það búið að vera lærdómsríkt að takast á við nýjar áskoranir í veitingarekstrinum en það sé gott og hollt að gera það fjögur saman. Kortinu hafnað á fyrsta stefnumótinu Myndir þú segja að þú værir góður í eldhúsinu? Já, ég er skítsæmilegur. Ég elska að elda góðan mat en mætti gera meira af því. Hvernig og hvenær kynntist þú kærustunni þinni? Við kynntust árið 2014 á Tinder, að sjálfsögðu. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Já það var á Laundromat. Máltíðin var kjúklinga nachos og hún borgaði því kortinu mínu var hafnað. Hvort ykkar eldar meira? Sko, ég ætla að segja Hildur. Hvað eldar þú fyrir kærustuna þín til að gleða hana? Ég myndi gefa henni pönnukökurnar mínar sem eru klikkaðar og alveg vegan. Uppskrift sem vinur minn gaf mér fyrir nokkrum árum og ég hef aldrei farið til baka í venjulegar pönnukökur eftir það. Annars myndi ég henda í gott brucetta fyrir hana, þá væri hún sátt. Hefð er fyrir því að parið leggi leið sína á veitingastaðinn Tapas barinn þegar þau gera sér dagamun. Kvöldmaturinn heilagur Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Tapasbarinn. Við förum alltaf þangað þegar við eigum afmæli. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Nei, ég get ekki sagt alltaf en oftast jú. Finnst þér mikilvægt að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Já, sérstaklega eftir að við eignuðumst strákana þá er kvöldmaturinn heilagur, get ekki sagt alltaf en við reynum okkar besta að gera hann mikilvægan. Einhver saga tengd mat og þér sem þú vilt deila? Einu sinni slepptum við jólahlaðborði í Rockafeller byggingunni í New York til þess að leigja svona city bike og hjóla í gegnum Central park og fá okkur pulsu í svona hot dog stand. Endaði svo með hressilegri matareitrun og jólakvöldinu var eitt á klósettinu. Hér fyrir neðan má sjá uppskriftina að uppáhalds pönnukökum Arons sem hann segir tilvalinn stefnumótamat. Innihald: 2 matskeiðar lífrænn sykur. 1 matskeið matarsódi. ½ teskeið salt. 1 bolli möndlumjólk eða önnur vegan mjólk. 1 matskeið epla cider vinager 1 teskeið vanillusykur Aðferð: Möndlumjólkinni blandað saman við epla cider vinager í einni skál og þurrefnum í annari. Hellið síðan mjólkurblöndunni við þurrefnin og hrærið vel saman. Leyfið deiginu að standa í 5 - 7 mínútur. Beint á sjóðandi heita pönnu og BÆNG! Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Pönnukökur Idol Veitingastaðir Tengdar fréttir Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08 Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sjörnuleit og grautargerð Ásamt því að vera á fullu að fóta sig í veitingageiranum verður Aron annar kynnir IDOL þáttanna ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttir en þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 í lok nóvember. „Svo er það Afturelding sem er sjónvarpsþáttaröð eftir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Dóra DNA sem er mjög spennandi og kemur út næstu páska.“ Klífa veggina saman Kærasta Arons, er Hildur Skúladóttir sálfræðingur en saman eiga þau drengina Birni Blæ og Brynjar Berg. Hildur og Aron hafa verið saman síðan 2014 en fyrstu kynnin voru á stefnumótaforritinu Tinder. Hann segir veitingareksturinn ganga mjög vel en grautarstaðinn Stund opnaði hann ásamt Hildi kærustu sinni, Aroni Can tónlistarmanni og Ernu Maríu kærustu hans. „Móttökurnar eru búnar að vera frábærar og fólk er að koma aftur og aftur, sem er góðs viti.“ Aron segir þau öll eiga það sameiginlegt að hafa verið nokkuð óreynd í veitingabransanum áður en þau réðust í þetta verkefni og því margt að læra. Við höfum þess vegna þurft að rekast á alla veggina í sameiningu. Þetta mein hollt og lærdómsríkt ferli sem ég elska. Að takast á við eitthvað nýtt saman. Nafnarnir Aron Mola og Aron Can ásamt kærustum sínum Hildi og Ernu Maríu. Sjálfur segist Aron vera skítsæmilegur í eldhúsinu en hér fyrir neðan svarar hann spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Ertu mikill matargúrmé maður? Já, ég myndi segja það ég hef alltaf elskað mat og er duglegur að prófa eitthvað nýtt. Sem dæmi hef ég prófað vegan, ketó, pescaterian og marcros og elska að reyna að finna hvaða matarvenjur passa best við mig. Aron segir það búið að vera lærdómsríkt að takast á við nýjar áskoranir í veitingarekstrinum en það sé gott og hollt að gera það fjögur saman. Kortinu hafnað á fyrsta stefnumótinu Myndir þú segja að þú værir góður í eldhúsinu? Já, ég er skítsæmilegur. Ég elska að elda góðan mat en mætti gera meira af því. Hvernig og hvenær kynntist þú kærustunni þinni? Við kynntust árið 2014 á Tinder, að sjálfsögðu. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Já það var á Laundromat. Máltíðin var kjúklinga nachos og hún borgaði því kortinu mínu var hafnað. Hvort ykkar eldar meira? Sko, ég ætla að segja Hildur. Hvað eldar þú fyrir kærustuna þín til að gleða hana? Ég myndi gefa henni pönnukökurnar mínar sem eru klikkaðar og alveg vegan. Uppskrift sem vinur minn gaf mér fyrir nokkrum árum og ég hef aldrei farið til baka í venjulegar pönnukökur eftir það. Annars myndi ég henda í gott brucetta fyrir hana, þá væri hún sátt. Hefð er fyrir því að parið leggi leið sína á veitingastaðinn Tapas barinn þegar þau gera sér dagamun. Kvöldmaturinn heilagur Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Tapasbarinn. Við förum alltaf þangað þegar við eigum afmæli. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Nei, ég get ekki sagt alltaf en oftast jú. Finnst þér mikilvægt að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Já, sérstaklega eftir að við eignuðumst strákana þá er kvöldmaturinn heilagur, get ekki sagt alltaf en við reynum okkar besta að gera hann mikilvægan. Einhver saga tengd mat og þér sem þú vilt deila? Einu sinni slepptum við jólahlaðborði í Rockafeller byggingunni í New York til þess að leigja svona city bike og hjóla í gegnum Central park og fá okkur pulsu í svona hot dog stand. Endaði svo með hressilegri matareitrun og jólakvöldinu var eitt á klósettinu. Hér fyrir neðan má sjá uppskriftina að uppáhalds pönnukökum Arons sem hann segir tilvalinn stefnumótamat. Innihald: 2 matskeiðar lífrænn sykur. 1 matskeið matarsódi. ½ teskeið salt. 1 bolli möndlumjólk eða önnur vegan mjólk. 1 matskeið epla cider vinager 1 teskeið vanillusykur Aðferð: Möndlumjólkinni blandað saman við epla cider vinager í einni skál og þurrefnum í annari. Hellið síðan mjólkurblöndunni við þurrefnin og hrærið vel saman. Leyfið deiginu að standa í 5 - 7 mínútur. Beint á sjóðandi heita pönnu og BÆNG!
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Pönnukökur Idol Veitingastaðir Tengdar fréttir Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08 Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08
Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14
„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05