Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 10:16 Kosningarnar hafa að miklu leyti snúist um Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. AP/Maya Alerruzzo Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian. Ísrael Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian.
Ísrael Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent