Eftirmálin í eldhúsinu: „Ég játa mig sigraða“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2022 06:01 Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrum fjölmiðlakona svarar spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Þó svo að óþolinmæðin þvælist örlítið fyrir henni í eldhúsinu er Þórhildur Þorkelsdóttir mikill matgæðingur og veit fátt betra en að borða góðan mat og peppa betri helminginn áfram í eldamennskunni. Fjölmiðlataugarnar kitla Sambýlismaður Þórhildar er Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum. Saman eiga þau soninn Hilmi, fjögurra ára, og hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Þórhildur og Hjalti ásamt syninum Hilmi. Þórhildur á að baki mikla reynslu úr fjölmiðlaheiminum en fyrir rétt rúmu ári hætti hún störfum hjá fréttastofu RÚV og hóf störf sem kynningarstjóri BHM. Hún viðurkennir að fjölmiðlataugarnar kitla alltaf en sé sátt á nýrri braut og segir veturinn leggjast vel í sig. Ég er með bullandi fjölmiðlabakteríu svo ég held að ég komi alltaf til með að sakna fjölmiðlastarfsins upp að vissu marki. Væntanleg eftirmál Eftirmála Þórhildur og góð vinkona hennar úr fjölmiðlaheiminum, Nadine Guðrún Yaghi, sögðu báðar skilið við skjáinn á svipuðum tíma en fundu þó saman leið til svala fjölmiðlaþörfinni með öðrum hætti. Hlaðvarpsþáttunum Eftirmál. Vinkonurnar Þórhildur og Nadine hafa slegið í gegn með hlaðvarpsþáttunum Eftirmál. Aðdáendum þáttanna til mikillar gleði er ný sería væntanleg innan skamms. Þættirnir eru einskonar fréttaskýringaþættir á mannlegum nótum þar sem þær stöllur rifja upp og kryfja gömul fréttamál sem vöktu athygli þeirra. „Hlaðvarpið er svo frábær miðill því þar er hægt að leyfa sér að vera talsvert persónulegri en í öðrum miðlum. Það hentar mjög vel því fyrir mér hafa mannlegu vinklarnir á fréttamálum alltaf verið áhugaverðastir og miðað við viðbrögðin við þáttunum er það eitthvað sem fólk tengir mikið við.“ Viðbrögðin við þáttunum voru geysisterk og segir Þórhildur hlustunartölur hafi farið fram úr öllum þeirra væntingum. Fólk á öllum aldri hefur verið að hlusta á þættina og það hafa ótrúlega margir gefið sig á tal við okkur og eru með pælingar um málin sem við erum að fjalla um og hafa jafnvel farið dýpra í að skoða þau sjálf. Eins hafa mjög margir spurt okkur á förnum vegi hvort það séu ekki að koma fleiri þættir. Einlægir aðdáendur þáttanna geta nú glaðst yfir því að von er á nýrri seríu Eftirmála en þessa dagana er verið að leggja loka hönd á vinnsluna. Þórhildur segist líklega alltaf muna sakna fjölmiðlastarfsins upp að vissu marki enda mikill fréttafíkill. Hér fyrir neðan svarar Þórhildur spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Brunarústir og misheppnaðar uppskriftir Ertu sjálf mikil matar-gúrme manneskja? Já, ég er það og sérstaklega í seinni tíð. Veit fátt betra en að fara út að borða og fá góðan mat. Eftir að sonur okkar fæddist fórum við að leggja meiri áherslu á að borða góðan mat saman heima og kaupa góð hráefni til að töfra einhverja snilld fram. Myndir þú segja að þú værir góð í eldhúsinu? Ég á mína spretti og á nokkra rétti sem ég geri vel, pastaréttir og alls konar salöt eru mín sérgrein. Ég er hins vegar mjög óþolinmóð og það kemur stundum niður á eldamennskunni, það gerist mjög reglulega að ég brenni mat eða klúðri uppskriftum. Og ég get ekki bakað, bakstur og óþolinmæði fara ekki vel saman. Andalsalat af betri gerðinni að hætti Þórhildar. Hvernig og hvenær kynntist þú kærastanum þínum? Við kynntumst í maí 2014. Ég fór út á lífið með vinkonu minni sem kannaðist við hann og kynnti okkur. Svo „mötsuðum“ við á Tinder daginn eftir. Rest is history eins og sagt er. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Fyrsta „máltíðin“ okkar saman var snarl og nokkrir smáréttir með bjór á KEX hostel. Á meðan Hjalti töfrar fram dýrindis máltíð er Þórhildur væntanlega á kanntinum að hvetja mann sinn til dáða. Endurgera rétti frá ítölskum veitingastað Hvort ykkar eldar meira? Ég játa mig sigraða hér og viðurkenni að Hjalti eldar í svona 90% tilvika. Hann er talsvert betri kokkur en ég. Ég er hins vegar mikil peppari og versla oft í matinn og kem með hugmyndir að réttum. Hvað eldið þið fyrir hvort annað til að gera ykkur dagamun? Chili con carne með góðu rauðvíni er sérgrein Hjalta. Við fengum líka mikla matarást á gömlum ítölskum veitingastað í Valcencia (sem er uppáhaldsborgin okkar og ég mæli mikið með. hef hvergi fengið jafn góðan mat) og höfum stundum reynt að endurgera rétti sem við fengum þar. Hjalti er þannig næstum búinn að fullkomna svepparisotto og foccacia sem ég elska. Ég er meira í að setja kannski saman einhvern næs morgunmat og hella upp á gott kaffi um helgar. Það er rómans í því! Eins og á fínasta veitingastað. Svepparisotto-ið hans Hjalta. Rómantík í heiðarlegum hamborgara Hvert farið þið þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum að prófa nýja veitingastaði og gerum það reglulega. Það er alltaf gaman að fara fínt út að borða en það getur líka verið rómantískt að fara bara í heiðarlegan hamborgara eða sækja take-away til að losna við uppvaskið heima. Matsár með eindæmum Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Við erum með mjög svipaðan matarsmekk svo já við erum eiginlega alltaf sammála um það. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það mjög mikilvægt. Það er frábær tími til að spjalla saman og fara yfir lífið og tilveruna í rólegheitunum. Hjalti og Þórhildur elska að prófa nýja veitingastaði og taka sér reglulega tíma saman til að fara tvö út að borða. Einhver saga tengd mat og þér sem þú vilt deila? Ég er mjög matsár og það er mikið gert grín að því. Einu sinni sátum við á veitingastað í París með vinum okkar þegar ég var ólétt og ég var að borða mat sem ég var mjög ánægð með, og naut þess að borða. Eins og óléttar konur gera skrapp ég á klósettið þegar ég var sirka hálfnuð með matinn sem endaði nú ekki betur en það að þjónninn tók diskinn minn af borðinu á meðan ég var í burtu! Ég var gráti næst, ég var svo matsár. Held að ég sé fyrst að jafna mig á þessu núna, en þess má geta maðurinn minn og vinir okkar sem voru með í för hafa bætt upp fyrir þetta með því að elda fyrir mig nokkrar góðar máltíðir síðan. Uppskrift af ykkar uppáhaldsmat eða skemmtilegum deit mat? Chili con carne er frábær og seðjandi matur sem er hægt er að græja snemma dags og láta malla allan daginn svo eldhúsið ilmar. Svo er þetta jafnvel betra daginn eftir og hægt að nota afganginn í að gera djúsí quesadillas eða burrito sem öllum finnst gott. Chili con carne Grunnur gerður með því að skera niður 2 lauka, 4 hvítlauksgeira, 2 stórar sellerístangir, 3 gulrætur og 1 ferskan chili. Allt steikt upp úr góðri ólífuolíu. Stórum pakka af nautahakki bætt við grunninn og því næst kryddi; 2 kanilstöngum, 2 tsk kóríander, 2 tsk kúmeni og 2 msk nautakrafti. Hálfri rauðvínsflösku bætt út í. Þarna er trixið að bæta við einum kaffibolla og láta kaffi og rauðvínsblönduna sjóða upp. Eins er hægt að nota bara kaffi eða bara rauðvín. Tvær dósir af niðursoðnum tómötum settar út í. Sirka 4 msk af tómatpaste og 1 msk af worchestershire sósu blandað saman við. Þarna er gott að bæta við góðri sætu, til dæmis agave sýrópi, lúku af söxuðum döðlum eða dökku súkkulaði. Allt saman hitað þar til suðan kemur upp og svo leyft að malla við vægan hita í að minnsta kosti tvo tíma, en má þess vegna malla allan daginn. Sirka 15 mínútum áður en rétturinn er borinn fram er vatninu af tveimur dósum af nýrnabaunum hellt frá og þeim bætt út í kjötblönduna. Rétturinn saltaður og pipraður til. Borið fram með ferskum kóríander, lime, nachos og sýrðum rjóma. Lifa og njóta. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fjölmiðlataugarnar kitla Sambýlismaður Þórhildar er Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum. Saman eiga þau soninn Hilmi, fjögurra ára, og hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Þórhildur og Hjalti ásamt syninum Hilmi. Þórhildur á að baki mikla reynslu úr fjölmiðlaheiminum en fyrir rétt rúmu ári hætti hún störfum hjá fréttastofu RÚV og hóf störf sem kynningarstjóri BHM. Hún viðurkennir að fjölmiðlataugarnar kitla alltaf en sé sátt á nýrri braut og segir veturinn leggjast vel í sig. Ég er með bullandi fjölmiðlabakteríu svo ég held að ég komi alltaf til með að sakna fjölmiðlastarfsins upp að vissu marki. Væntanleg eftirmál Eftirmála Þórhildur og góð vinkona hennar úr fjölmiðlaheiminum, Nadine Guðrún Yaghi, sögðu báðar skilið við skjáinn á svipuðum tíma en fundu þó saman leið til svala fjölmiðlaþörfinni með öðrum hætti. Hlaðvarpsþáttunum Eftirmál. Vinkonurnar Þórhildur og Nadine hafa slegið í gegn með hlaðvarpsþáttunum Eftirmál. Aðdáendum þáttanna til mikillar gleði er ný sería væntanleg innan skamms. Þættirnir eru einskonar fréttaskýringaþættir á mannlegum nótum þar sem þær stöllur rifja upp og kryfja gömul fréttamál sem vöktu athygli þeirra. „Hlaðvarpið er svo frábær miðill því þar er hægt að leyfa sér að vera talsvert persónulegri en í öðrum miðlum. Það hentar mjög vel því fyrir mér hafa mannlegu vinklarnir á fréttamálum alltaf verið áhugaverðastir og miðað við viðbrögðin við þáttunum er það eitthvað sem fólk tengir mikið við.“ Viðbrögðin við þáttunum voru geysisterk og segir Þórhildur hlustunartölur hafi farið fram úr öllum þeirra væntingum. Fólk á öllum aldri hefur verið að hlusta á þættina og það hafa ótrúlega margir gefið sig á tal við okkur og eru með pælingar um málin sem við erum að fjalla um og hafa jafnvel farið dýpra í að skoða þau sjálf. Eins hafa mjög margir spurt okkur á förnum vegi hvort það séu ekki að koma fleiri þættir. Einlægir aðdáendur þáttanna geta nú glaðst yfir því að von er á nýrri seríu Eftirmála en þessa dagana er verið að leggja loka hönd á vinnsluna. Þórhildur segist líklega alltaf muna sakna fjölmiðlastarfsins upp að vissu marki enda mikill fréttafíkill. Hér fyrir neðan svarar Þórhildur spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Brunarústir og misheppnaðar uppskriftir Ertu sjálf mikil matar-gúrme manneskja? Já, ég er það og sérstaklega í seinni tíð. Veit fátt betra en að fara út að borða og fá góðan mat. Eftir að sonur okkar fæddist fórum við að leggja meiri áherslu á að borða góðan mat saman heima og kaupa góð hráefni til að töfra einhverja snilld fram. Myndir þú segja að þú værir góð í eldhúsinu? Ég á mína spretti og á nokkra rétti sem ég geri vel, pastaréttir og alls konar salöt eru mín sérgrein. Ég er hins vegar mjög óþolinmóð og það kemur stundum niður á eldamennskunni, það gerist mjög reglulega að ég brenni mat eða klúðri uppskriftum. Og ég get ekki bakað, bakstur og óþolinmæði fara ekki vel saman. Andalsalat af betri gerðinni að hætti Þórhildar. Hvernig og hvenær kynntist þú kærastanum þínum? Við kynntumst í maí 2014. Ég fór út á lífið með vinkonu minni sem kannaðist við hann og kynnti okkur. Svo „mötsuðum“ við á Tinder daginn eftir. Rest is history eins og sagt er. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Fyrsta „máltíðin“ okkar saman var snarl og nokkrir smáréttir með bjór á KEX hostel. Á meðan Hjalti töfrar fram dýrindis máltíð er Þórhildur væntanlega á kanntinum að hvetja mann sinn til dáða. Endurgera rétti frá ítölskum veitingastað Hvort ykkar eldar meira? Ég játa mig sigraða hér og viðurkenni að Hjalti eldar í svona 90% tilvika. Hann er talsvert betri kokkur en ég. Ég er hins vegar mikil peppari og versla oft í matinn og kem með hugmyndir að réttum. Hvað eldið þið fyrir hvort annað til að gera ykkur dagamun? Chili con carne með góðu rauðvíni er sérgrein Hjalta. Við fengum líka mikla matarást á gömlum ítölskum veitingastað í Valcencia (sem er uppáhaldsborgin okkar og ég mæli mikið með. hef hvergi fengið jafn góðan mat) og höfum stundum reynt að endurgera rétti sem við fengum þar. Hjalti er þannig næstum búinn að fullkomna svepparisotto og foccacia sem ég elska. Ég er meira í að setja kannski saman einhvern næs morgunmat og hella upp á gott kaffi um helgar. Það er rómans í því! Eins og á fínasta veitingastað. Svepparisotto-ið hans Hjalta. Rómantík í heiðarlegum hamborgara Hvert farið þið þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum að prófa nýja veitingastaði og gerum það reglulega. Það er alltaf gaman að fara fínt út að borða en það getur líka verið rómantískt að fara bara í heiðarlegan hamborgara eða sækja take-away til að losna við uppvaskið heima. Matsár með eindæmum Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Við erum með mjög svipaðan matarsmekk svo já við erum eiginlega alltaf sammála um það. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það mjög mikilvægt. Það er frábær tími til að spjalla saman og fara yfir lífið og tilveruna í rólegheitunum. Hjalti og Þórhildur elska að prófa nýja veitingastaði og taka sér reglulega tíma saman til að fara tvö út að borða. Einhver saga tengd mat og þér sem þú vilt deila? Ég er mjög matsár og það er mikið gert grín að því. Einu sinni sátum við á veitingastað í París með vinum okkar þegar ég var ólétt og ég var að borða mat sem ég var mjög ánægð með, og naut þess að borða. Eins og óléttar konur gera skrapp ég á klósettið þegar ég var sirka hálfnuð með matinn sem endaði nú ekki betur en það að þjónninn tók diskinn minn af borðinu á meðan ég var í burtu! Ég var gráti næst, ég var svo matsár. Held að ég sé fyrst að jafna mig á þessu núna, en þess má geta maðurinn minn og vinir okkar sem voru með í för hafa bætt upp fyrir þetta með því að elda fyrir mig nokkrar góðar máltíðir síðan. Uppskrift af ykkar uppáhaldsmat eða skemmtilegum deit mat? Chili con carne er frábær og seðjandi matur sem er hægt er að græja snemma dags og láta malla allan daginn svo eldhúsið ilmar. Svo er þetta jafnvel betra daginn eftir og hægt að nota afganginn í að gera djúsí quesadillas eða burrito sem öllum finnst gott. Chili con carne Grunnur gerður með því að skera niður 2 lauka, 4 hvítlauksgeira, 2 stórar sellerístangir, 3 gulrætur og 1 ferskan chili. Allt steikt upp úr góðri ólífuolíu. Stórum pakka af nautahakki bætt við grunninn og því næst kryddi; 2 kanilstöngum, 2 tsk kóríander, 2 tsk kúmeni og 2 msk nautakrafti. Hálfri rauðvínsflösku bætt út í. Þarna er trixið að bæta við einum kaffibolla og láta kaffi og rauðvínsblönduna sjóða upp. Eins er hægt að nota bara kaffi eða bara rauðvín. Tvær dósir af niðursoðnum tómötum settar út í. Sirka 4 msk af tómatpaste og 1 msk af worchestershire sósu blandað saman við. Þarna er gott að bæta við góðri sætu, til dæmis agave sýrópi, lúku af söxuðum döðlum eða dökku súkkulaði. Allt saman hitað þar til suðan kemur upp og svo leyft að malla við vægan hita í að minnsta kosti tvo tíma, en má þess vegna malla allan daginn. Sirka 15 mínútum áður en rétturinn er borinn fram er vatninu af tveimur dósum af nýrnabaunum hellt frá og þeim bætt út í kjötblönduna. Rétturinn saltaður og pipraður til. Borið fram með ferskum kóríander, lime, nachos og sýrðum rjóma. Lifa og njóta.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira