Umfangið í London var mikið þar sem götur London voru meðal annars færðar í fortíðarbúning til að endurskapa andrúmsloft 7. áratugarsins. Einnig þurfti að endurskapa atburði sem áttu sér stað árið 2020, upphaf veirunnar þegar London skall í lás.

Myndin er byggð á metsölubókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Hann leggur á seinni hluta ævi sinnar upp í ferðalag til Japans í leit að ástinni sinni, japanskri stúlku, sem rann honum úr greipum á skólaárum hans í London.

Leikarahópurinn er fjölbreyttur og má þar nefna Egil Ólafsson, Yoko Narahashi, Pálma Kormák og Koki. Focus Features, dótturfélag Universal Studios hefur þegar tryggt sér sýningarrétt myndarinnar um allan heim. Myndin er framleidd af Baltasar og Agnesi Johansen fyrir RVK Studios.