Flestir eru þakklátir fyrir fjölskylduna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 1. nóvember 2022 07:00 Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar