Shakhtar Donetsk spilar deildarleiki sína heima fyrir og úkraínska deildin er í gangi þrátt fyrir stríðið.
How were Shakhtar players got caught by the air raid sirens?
— FC SHAKHTAR ENGLISH (@FCShakhtar_eng) October 30, 2022
See everything that is left behind the scenes of the #ShakhtarOleksandriia match in Lviv.#Shakhtar https://t.co/z2KkUg0ZY6
Það þýðir samt að leikmenn setja sig í hættu með því að mæta á völlinn eins og sást um helgina.
Leikur Shakhtar Donetsk og Oleksandria var stöðvaður þegar loftvarnaflautur fóru að hljóma en leikurinn fór fram í Lviv sem er í vestur Úkraínu.
Shakhtar var 1-0 undir þegar sírenan fór í gang.
.
— FC SHAKHTAR DONETSK (@FCShakhtar) October 29, 2022
# 1 40 .#Shakhtar # pic.twitter.com/rDpi91pZnM
Leikmenn komu sér í skjól. „Farið varlega og finnið öruggan stað,“ sagði á Twitter síðu félagsins.
Leikurinn fór aftur í gang eftir einn klukkutíma og fjörutíu mínútna hlé. Lokatölur voru 2-2 jafntefli.
Shakhtar Donetsk spilar Meistaradeildarleik á miðvikudaginn en sá leikur verður spilaður í Varsjá í Póllandi.