Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 12:02 Til stendur að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna á bryggjum landsins. Vísir/Vilhelm Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira