Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 08:24 Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Getty/Ahmad Said Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“