Innlent

Við­gerð á land­streng lokið og slitið af manna völdum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Míla rekur rekur víðtækt kopar- og ljósleiðarakerfi um allt land.
Míla rekur rekur víðtækt kopar- og ljósleiðarakerfi um allt land. Vísir/Vilhelm

Viðgerðum á landshring Mílu er nú lokið en henni lauk klukkan 20:26 í kvöld. Aðili á svæðinu er sagður hafa grafið strenginn í sundur en landshringurinn slitnaði á milli Holts og Hafnar í Hornafirði.

Landstrengurinn slitnaði um klukkan fjögur í dag og var slitið sagt geta haft þónokkur áhrif á nettengingu víða um land. Slitið hafði þó aðallega áhrif á samskipti við umheiminn,

Sigurrós Jónsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Mílu, segir í samtali við Vísi að algengustu orsakir þess að landstrengurinn slitni í sundur séu framkvæmdir og af völdum náttúrunnar.

„Mjög algengt að það sé eitthvað verið að hreyfa við jarðvegi og menn gá ekki að sér. Það á helst ekki að hreyfa við jarðveginum og tékka hvaða lagnir eru undir,“ segir Sigurrós.

Hún segir slit sem þetta gerast öðru hvoru, þó oftar yfir sumartímann þegar fólk er meira í framkvæmdum.

„Líka ef það eru til dæmis jarðskjálftar eða mikil flóð þá þurfum við svolítið að fylgjast með. Þá erum við líka í startholunum sko, vitum af því að hlutirnir geta farið í sundur og erum tilbúin,“ segir Sigurrós.

Algengt sé að viðgerð taki þrjár til fimm klukkustundir en vanda þurfi til verks og mikil vinna sé að koma öllum þráðunum sem séu inni í strengnum saman aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×