Mark Bjarna kom eftir hálftíma þegar boltinn skoppaði vel fyrir hann eftir hornspyrnu. Hann nýtti tækifærið og hlóð í þessa líka glæsilegu hjólhestaspyrnu sem söng í netinu. Staðan 1-0 og þannig var hún í hálfleik.
Gestirnir í Ranheim jöfnuðu metin í síðari hálfleik en Alagie Sanyang skoraði sigurmarkið á 80. mínútu og fór það svo að Start vann 2-1 sigur. Start endar í 3. sæti með 54 stig og fer í umspil ásamt KFUM Oslo, Sandnes og Kongsvinger.
Íslendngalið Sogndal endaði í 7. sæti og verður því áfram í B-deildinni þrátt fyrir 3-0 sigur á Raufoss í dag þar sem Valdimar Þór Ingimundarsson var meðal markaskorara og Jónatan Ingi Jónsson lagði upp tvö mörk.