Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:01 Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira