Páll bróðir Bjarnar skipulagði siglingu til eyjarinnar á tólf-ærðum báti ásamt vöskum hópi manna. Ragnar Axelsson ljósmyndari stóðst ekki mátið að fá far með þeim.
„Ég varð að komast um borð og sjá þetta.“
Segir hann frá myndunum af þessu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Frásögn ljósmyndarans má heyra í þættinum hér fyrir neðan.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX hefur áður talað um Færeyjar í þáttunum sínum. Tvo vel valda má sjá hér fyrir neðan.
Tómas og nunnurnar
Árið 1988 hitti Ragnar mann að nafni Tomas í Færeyjum. Tomas var ljúfur og þægilegur en hafði töffaralegt útlit sem minnti Ragnar helst á sjóræningja. Ragnar fékk að smella nokkrum myndum af Tomasi sem fór á kostum.
Færeyskar kosningar
Eitt sinn varð Ragnar vitni að kosningabaráttu í Færeyjum og heillaðist af einlægum og fallegum aðferðum Færeyinga við að ná til kjósenda. Sjón er sögu ríkari!