Unnur Ómarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, meiddist á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum af þeim sökum. Í stað hennar hóaði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson í Lilju.
Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum ytra um helgina. Þeir eru liður í undirbúningi fyrir leikina tvo gegn Ísrael í forkeppni HM í byrjun næsta mánaðar. Ísland og Ísrael mætast 5. og 6. nóvember og fara báðir leikirnir fram á Ásvöllum.
Hildigunnur Einarsdóttir fer ekki með íslenska landsliðinu til Færeyja en ætti að ná leikjunum tveimur gegn Ísrael.
Lilja, sem er átján ára, var í stóru hlutverki í íslenska liðinu sem lenti í 8. sæti á HM U-18 ára í sumar. Hún leikur jafnan í vinstra horni en getur einnig spilað fyrir utan.
Katrín Tinna Jensdóttir, leikmaður Volda í Noregi, var kölluð inn í landsliðið fyrr í vikunni eftir að Lovísa Thompson og Berglind Þorsteinsdóttir drógu sig út úr landsliðshópnum.
Ísland og Færeyjar eigast við í Skála á laugardaginn og Klaksvík á sunnudaginn. Um þarnæstu helgi er svo komið að viðureignunum tveimur gegn Ísrael.