Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2022 12:25 Nú þegar vika er í landsfund Sjálfstæðisflokksins er ekki útlokar að kosið verði á milli Bjarna Benediktssonar núverandi formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Vísir/Vilhelm og Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár hefst á föstudag í næstu viku og hefur Bjarni Benediktsson núverandi formaður þegar lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður flokksins í Reykjavík norður og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir háværan orðróm um að mikið væri þrýst á hann að bjóða sig fram til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarsonsegir Sjálfstæðisflokkinn í alvarlegri stöðu fylgislega sem bregðast þurfi við.Vísir/Arnar „Það er væntanlega verst geymda leyndarmál á Íslandi að það hafa mjög margir skorað á mig. Það er fólk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur miklar áhyggjur af stöðu flokksins, eðlilega. Það er ekkert óeðlilegt að svona staða komi upp,“ segir Guðlaugur Þór. Síðast í gærkvöldi var skorað á Guðlaug Þór að bjóða sig fram á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hann telur að flestir Sjálfstæðismenn vilji að flokknum vegni betur. „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitað sveiflast þær. Þær hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi. En aðalatriðið, og skoðanakannanir skipta máli, er auðvitað niðurstaða kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir koma á óvart að Guðlaugur Þór væri að íhuga formannsframboð á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. Þegar nýbúið væri að mynda ríkisstjórn og flokkurinn væri aðeins kominn eitt ár inn í kjörtímabilið. Bjarni Benediktsson segir að það hafi verið forréttindi að fá að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Landsfundur væri vettvangur til að endurnýja forystuna og þar gætu allir boðið sig fram.Vísir/Arnar „Að því leytinu kemur það mér á óvart. Hins vegar verð ég að segja að landsfundur er vettvangur til að endurnýja umboð forystunnar og það geta allir gefið kost á sér. Ég hef svo sannarlega aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að fá að leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Þvert á móti væru það forréttindi að fá að vera í forystu stærsta flokksins. Er hægt að skrifa það á núverandi forystu flokksins að ekki gengur betur? „Ég held að þetta sé eitthvað sem við verðum að ræða mjög hreinskilningslega,“ segir Guðlaugur Þór. Niðurstaða kosninga væri ekki náttúrulögmál og menn hljóti að ræða hvað þurfi til að bæta stöðuna. Bjarni telur að allir Sjálfstæðismenn gætu verið sammála um þetta. Sem og fólk í öðrum flokkum um þeirra stöðu. „Síðan finnst mér líka að það verði hver að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki; hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni. Í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarni og minnti á að Sjálfsætisflokknum hefði gengið best í hans kjördæmi í síðustu kosningum. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009 og leiddi flokkinn í síðustu alþingiskosningum þegar flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða á landsvísu. Flokkurinn fékk hins vegar 30,2 prósent í kjördæmi Bjarna en 20,9 prósent í kjördæmi Guðlaugs Þórs.Vísir/Vilhelm Í upphafi núverandi kjörtimabils tilkynnti Bjarni að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í 18 mánuði en eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir við. Nýlega sagði hann hins vegar að ekki væri víst að Jón færi úr ríkisstjórn en það stæði að Guðrún kæmi síðar inn í stjórn. Varð þetta til þess að koma af stað hreyfingu um að þú byðir þig fram? „Nei, ekki sérstaklega. Hins vegar komu þessar yfirlýsingar auðvitað á óvart. Ekki í samræmi við það sem hann hafði sagt áður. Ég get ekki lagt neitt út af því. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er ekkert verið að fjölga ráðherrum og ég held að það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir flesta sennilega vilja hafa hlutina þannig. Sjálfur myndi hann vilja hafa á hreinu hvernig hans staða verði eftir nokkra daga. „Mér fannst bara komið ágætt af umræðum um að Jón Gunnarsson væri að hætta. Hann er í miðjum straumnum, með stór mál á dagskrá og mér finnst sjálfsagt að hann fái frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel,“ segir formaðurinn. Staða Jóns ætti því ekki að vera í forgrunni umræðunnar. Fyrirætlanir hans varðandi Guðrúnu hefðu ekkert breyst. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13 Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár hefst á föstudag í næstu viku og hefur Bjarni Benediktsson núverandi formaður þegar lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður flokksins í Reykjavík norður og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir háværan orðróm um að mikið væri þrýst á hann að bjóða sig fram til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarsonsegir Sjálfstæðisflokkinn í alvarlegri stöðu fylgislega sem bregðast þurfi við.Vísir/Arnar „Það er væntanlega verst geymda leyndarmál á Íslandi að það hafa mjög margir skorað á mig. Það er fólk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur miklar áhyggjur af stöðu flokksins, eðlilega. Það er ekkert óeðlilegt að svona staða komi upp,“ segir Guðlaugur Þór. Síðast í gærkvöldi var skorað á Guðlaug Þór að bjóða sig fram á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hann telur að flestir Sjálfstæðismenn vilji að flokknum vegni betur. „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitað sveiflast þær. Þær hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi. En aðalatriðið, og skoðanakannanir skipta máli, er auðvitað niðurstaða kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir koma á óvart að Guðlaugur Þór væri að íhuga formannsframboð á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. Þegar nýbúið væri að mynda ríkisstjórn og flokkurinn væri aðeins kominn eitt ár inn í kjörtímabilið. Bjarni Benediktsson segir að það hafi verið forréttindi að fá að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Landsfundur væri vettvangur til að endurnýja forystuna og þar gætu allir boðið sig fram.Vísir/Arnar „Að því leytinu kemur það mér á óvart. Hins vegar verð ég að segja að landsfundur er vettvangur til að endurnýja umboð forystunnar og það geta allir gefið kost á sér. Ég hef svo sannarlega aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að fá að leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Þvert á móti væru það forréttindi að fá að vera í forystu stærsta flokksins. Er hægt að skrifa það á núverandi forystu flokksins að ekki gengur betur? „Ég held að þetta sé eitthvað sem við verðum að ræða mjög hreinskilningslega,“ segir Guðlaugur Þór. Niðurstaða kosninga væri ekki náttúrulögmál og menn hljóti að ræða hvað þurfi til að bæta stöðuna. Bjarni telur að allir Sjálfstæðismenn gætu verið sammála um þetta. Sem og fólk í öðrum flokkum um þeirra stöðu. „Síðan finnst mér líka að það verði hver að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki; hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni. Í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarni og minnti á að Sjálfsætisflokknum hefði gengið best í hans kjördæmi í síðustu kosningum. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009 og leiddi flokkinn í síðustu alþingiskosningum þegar flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða á landsvísu. Flokkurinn fékk hins vegar 30,2 prósent í kjördæmi Bjarna en 20,9 prósent í kjördæmi Guðlaugs Þórs.Vísir/Vilhelm Í upphafi núverandi kjörtimabils tilkynnti Bjarni að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í 18 mánuði en eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir við. Nýlega sagði hann hins vegar að ekki væri víst að Jón færi úr ríkisstjórn en það stæði að Guðrún kæmi síðar inn í stjórn. Varð þetta til þess að koma af stað hreyfingu um að þú byðir þig fram? „Nei, ekki sérstaklega. Hins vegar komu þessar yfirlýsingar auðvitað á óvart. Ekki í samræmi við það sem hann hafði sagt áður. Ég get ekki lagt neitt út af því. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er ekkert verið að fjölga ráðherrum og ég held að það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir flesta sennilega vilja hafa hlutina þannig. Sjálfur myndi hann vilja hafa á hreinu hvernig hans staða verði eftir nokkra daga. „Mér fannst bara komið ágætt af umræðum um að Jón Gunnarsson væri að hætta. Hann er í miðjum straumnum, með stór mál á dagskrá og mér finnst sjálfsagt að hann fái frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel,“ segir formaðurinn. Staða Jóns ætti því ekki að vera í forgrunni umræðunnar. Fyrirætlanir hans varðandi Guðrúnu hefðu ekkert breyst. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13 Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13
Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26