Brynjar Ingi á listum sem enginn vill vera á Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 08:00 Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce Eftir afar hraðan uppgang á síðasta ári hefur miðvörðurinn og landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átt afar erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð í Noregi. Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira