„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 21:55 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“ Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“
Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20