PAUC og Ystads leika í B-riðli með Valsmönnum sem mæta ungverska liðinu Ferencváros síðar í kvöld.
Kristján og félagar byrjuðu leikinn betur í Svíþjóð í kvöld og náðu fljótt fimm marka forskoti. Þeir hleyptu heimamönnum í Ystads aldrei of nálægt sér og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-17.
Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn þó betur og jöfnuðu metin í 17-17 áður en Kristján og félagar náðu tökum á leiknum á nýjan leik. Gestirnir frá Frakklandi náðu fljótt aftur upp fimm marka forskoti og héldu því út leikinn og unnu að lokum nokkuð öruggan marka sigur, .
Kristján Örn átti fínan leik fyrir PAUC í kvöld og skoraði fjögur mörk. Leikurinn var hluti af fyrstu umferð riðlakeppninnar og Kristján og félagar eru því með tvö stig, en Svíarnir eru enn án stiga.