Atvikið átti sér stað í leiknum á sunnudaginn og eftir að aganefnd hafði skoðað málið og heyrt sjónarhorn beggja aðila, og meðal annars farið yfir myndbandsefni, var Tounesi úrskurðuð í tólf leikja bann. Hún hefur nú tvo sólarhringa til að ákveða hvort hún vilji áfrýja banninu.
Ítalía vann leikinn 21-8 og mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á laugardaginn en að óbreyttu verður Tounesi ekki með í þeim leik eða fleiri leikjum Ítalíu á HM.
Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem að Ítalía spilar í 8-liða úrslitum á HM kvenna í ruðningi.
Tounesi, sem er 27 ára, var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti. Aganefnd taldi brot líkt og hennar verðskulda 18 leikja bann en mildaði úrskurðinn niður í 12 leiki.
