Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og fáum Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í settið til að fara yfir nýjustu vendingar í breskri pólitík.
Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni útsendingu.
Kvennafrídagurinn er í dag og kvenréttindafélag Íslands hvatti konur til að ganga úr vinnu klukkan korter yfir þrjú í tilefni þess. Um 22 prósenta munur er á atvinnutekjum karla og kvenna í landinu og BSRB stefnir að sérstökum kvennakjarasamningum á næsta ári.
Þá kynnum við okkur risa skákmót sem er að hefjast hér á landi og hittum tíu ára strák sem smalar kindum og hefur þjálfað hund til þess að hjálpa sér.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.