Dönsk stjórnarskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. október 2022 13:01 Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Utanríkismál Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun