Blikar geta fengið sér 40 þúsund króna meistarahringa Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 12:30 Leikmenn Breiðabiks féllust í faðma og fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrir tveimur vikum. Nú geta þeir og aðrir Blikar fengið sér sérhannaða meistarahringa. vísir/diego og skjáskot/Kópacabana Sérhannaðir meistarahringar eru nú í boði fyrir stuðningsmenn Breiðabliks eftir að liðið varð í annað sinn í sögunni Íslandsmeistari í fótbolta karla. Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki