Rúnar Alex varði og varði frá stjörnum Galatasaray og setti met í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2022 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið nítján landsleiki. vísir/hulda margrét Enginn markvörður í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur varið fleiri skot í einum leik á tímabilinu en Rúnar Alex Rúnarsson gerði gegn Galatasaray í gær. Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni. Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira