Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 18:34 Xi Jinping, forseti Kína, kátur við lok flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. ap Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml. Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml.
Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05