Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 08:00 Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43