„Mótið er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir 2-5 sigur á Val á Origo-vellinum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Var ánægður með sigurinn en furðaði sig á lengd Bestu deildarinnar. „Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
„Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira