Ronaldo verður ekki í leikmannahópi Manchester United í leiknum í dag en verið er að refsa honum fyrir að yfirgefa Old Trafford áður en sigurleik liðsins gegn Tottenham Hotspur lauk í síðustu umferð deildarinnar.
Hollenski knattspyrnustjórinn hafði aðvarað Ronaldo fyrir að gera slíkt hið sama eftir æfingaleik Manchester United gegn Rayo Vallecano á undirbúningstímabilinu síðastliðið sumar.
Erik ten Hag segir að þrátt fyrir agavandamál og fáar spilmínútur sé Ronaldo, sem vildi yfirgefa herbúiðir Manchester United síðasta sumar, enn í plönum sínum.
„Ronaldo verður ekki í hópnum gegn Chelsea vegna agabrots en hann er enn mikilvægur hluti af leikmannahópi liðsins og ég býst við að hann klári tímabilið með okkur. Eftir þennan leik höldum við bara áfram og Ronaldo kemur aftir til æfinga.
Við tökum svo bara stöðuna í framhaldið en við viljum svala metnaði hans sem fótboltamaður á næstu mánuðum. Nú er ég bara að einbeita mér að leiknum gegn Chelsea og við verðum að halda fullri einbeitingu á því verkefni fram að leik og í leiknum sjálfum," sagði Erik ten Hag um stöðu mála á blaðamannafundinum.
Fyrir leik liðanna í dag sitja liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en Chelsea er sæti ofar með 20 stig og Manchester United kemur þar á eftir með sín 19 stig.