Körfubolti

KR skiptir um Kana

Atli Arason skrifar
EC Matthews í leik með Grindavík á síðasta leiktímabili.
EC Matthews í leik með Grindavík á síðasta leiktímabili. Hulda Margrét

KR-ingar kynntu til leiks nýjan Bandaríkjamann í kvöld en Elbert Clark Matthews samdi við liðið og mun hann leika með KR út leiktímabilið.

Matthews lék 20 leiki með Grindavík á síðasta leiktímabili í Subway-deildinni í körfubolta þar sem hann skoraði 21 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,7 stoðsendingar að meðaltali á leik

E.C. Matthews er væntanlegur til landsins á næstu dögum en KR-ingar höfðu fyrir tímabilið samið við Bandaríkjamanninn Michael Mallory sem átti að leika með liðinu á þessu tímabili en Mallory mun yfirgefa KR eftir næsta leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn föstudaginn 28. október næstkomandi.

„Við hjá KR viljum koma á framfæri kærum þökkum til Mike fyrir hans framlag til liðsins. Körfuknattleiksdeildin býður EC velkominn til félagsins og væntum við mikils af komu hans til KR,“ er skrifað í tilkynningu KR-inga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×