Reykjavíkurborg hunsi úthverfin þegar kemur að fegrun Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2022 13:31 Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar af borgarstjórn miðvikudaginn 19. október. Tæplega sjötíu prósent af Fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar síðustu tíu ár hefur farið til lóða í Miðborginni eða Vesturbænum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir að úthverfin séu oftar en ekki skilin eftir. Þau hafa fengið einungis tæp tíu prósent viðurkenninga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102. Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102.
Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira