Við berum öll ábyrgð á góðri vinnustaðamenningu Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 20. október 2022 12:00 Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun