Við berum öll ábyrgð á góðri vinnustaðamenningu Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 20. október 2022 12:00 Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun