„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 18:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18