Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 08:50 Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01