Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2022 10:34 Karlmaðurinn var í beinni útsendingu á Facebook og sýndi lögreglubíla fyrir utan bæinn sinn. Rúður á heimili karlmannsins voru brotnar. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna. Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna.
Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira