Westbrook kom inn af bekknum í síðasta undirbúningsleik Lakers liðsins en gat lítið æft næstu daga á eftir vegna meiðslanna. Hann var síðan kominn aftur í byrjunarliðið í fyrsta leik tímabilsins á móti Golden State í nótt.
Russell Westbrook said he absolutely believes that coming off the bench against Sacramento contributed to him tweaking his hamstring in that game. I ve been doing the same thing for 14 years straight, he said. Honestly I didn t even know what to do pregame.
— Dave McMenamin (@mcten) October 19, 2022
Hann er algjörlega á því að ákvörðun þjálfarans Darvin Ham sé um að kenna hvernig fór fyrir honum þegar hann byrjaði á bekknum í fyrsta sinn í mjög langan tíma.
„Ég hef verið að gera það sama í fjórtán samfellt. Ef ég segi alveg eins og er þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að haga mér fyrir leikinn. Ég var bara að reyna að halda hita í skrokknum og passa það að ég stirðnaði ekki upp,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn í nótt.
Hann náði aðeins að spila í fimm mínútur í æfingarleiknum á móti Sacramento Kings áður en hann tognaði. Westbrook skipti sjálfum sér út af eftir að hann fann fyrir tognuninni. „Ég ætlaði ekki að taka neina áhættu,“ sagði Westbrook.
"I've been tested my whole life. Making it to the NBA is a blessing, and I don't take it for granted." - Russell Westbrook talks about Charles Barkley's comments and his thoughts on outside noise. pic.twitter.com/dY4FPxDSGT
— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) October 19, 2022
Westbrook var því lítið með á æfingum liðsins í framhaldinu en kom inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta alvöru leikinn á tímabilinu.
Westbrook byrjaði sinn 1005. leik í nótt en hann hefur aðeins sautján sinnum byrjað á bekknum í NBA-deildinni.
Westbrook spilaði í 31 mínútu á móti Golden State og var með 19 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar en hann hitti úr 7 af 12 skotum sínum.
"It's time for the Lakers to move on... They have taken all his joy out of life and basketball."
— NBA on TNT (@NBAonTNT) October 19, 2022
Chuck goes off on Russell Westbrook with the Lakers pic.twitter.com/ktevt7J0ns