Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 08:44 Götutónlistarmenn iðka list sína á torgi í Kænugarði þar sem slökkt hefur verið á raflýsingu. Rafmagnsleysi hrjáir stóran hluta Úkraínu vegna loftárása Rússa á orkuinnviði. AP/Emilio Morenatti Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17