Meistaradeildin verður nefnilega með í Fifa 23 leiknum.
Women's Champions League football is coming to FIFA 23 in early 2023 pic.twitter.com/itvfzro5dh
— B/R Football (@brfootball) October 18, 2022
Áður höfðu enska kvennadeildin og deildin í Frakklandi verið tekin inn í leikinn í júlí en nú fá öll bestu kvennalið Evrópu að vera með.
Sam Kerr, framherji Chelsea og ástralska landsliðsins er á forsíðu nýjasta FIFA leiksins ásamt Kylian Mbappe.
„Ég er enn ekki búin að venjast því að sjá andlitið mitt á auglýsingaskiltum í London,“ sagði Sam Kerr við BBC.
„Ég held að það sé leikmönnunum að þakka hversu mikið kvennafótboltinn hefur stækkað síðust ár. Gæðin hafa aukist svo mikið. Ef við horfum baka til ársins í fyrra þá er ótrúlegt að sjá getustigið á leikmönnum,“ sagði Kerr.
Women's Champions League: European clubs added to Fifa 23 https://t.co/6xMyfm0eGB
— BBC Football News (@BBCFoot) October 19, 2022
„Æfingarnar okkar í dag eru líka svart og hvítt miðað við það sem þær voru áður. Við höfum breyst í alvöru atvinnumenn. Það hjálpar til að selja leikinn okkar,“ sagði Kerr.
Ísland á fullt af leikmönnum í Meistaradeildinni og í fyrra komst Breiðablik alla leið í riðlakeppnina. Það verður því áhugavert fyrir íslenska tölvuleikjaspilara að geta valið íslenskar knattspyrnukonur í lið sín.