Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 19:42 Styttan af Danakonungi máluð. Aðsent Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira