Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 18:07 Hér má sjá sýnidæmi um tilraun til netsvindls. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar. Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar.
Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira