Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 18:07 Hér má sjá sýnidæmi um tilraun til netsvindls. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar. Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að vart hafi orðið nokkrar um atlögur netþrjóta, sem komist hafa yfir aðgang að Facebookreikningum fólks, um helgina. Þar segir að glæpamenn nýti aðgangana til þess að senda skilaboð á fólk og biðja það að senda upplýsingar á borð við símanúmer og kortanúmer. „Sérstaklega eldra fólk er grandlaust og heldur að vinur sé í sambandi og sendir símanúmer, myndir af greiðslukortum og staðfestir kóða,“ segir í tilkynningu lögreglu. Glæpamennirnir nýti sér upplýsingarnar til þess að fara inn á heimabanka fólks, hækka heimild á greiðslukortum og kaupa vörur á netinu í öðrum löndum. Tap fólks geti numið um milljón króna. Lögreglan deilir eftirfarandi ráðum til þess að forðast að láta narra sig: Verið tortryggin á skrýtin skilaboð frá vinum Alls ekki taka myndir af kortum og setja það á samfélagsmiðla Ekki staðfesta kóða í síma sem leiða frá svona spjalli Ef þetta er skrítið, hættið þessum samskiptum og hringið í vin ykkar og kannið hvað er í gangi Textamyndir 🤩🥳🎉❤🥰 eru hættumerki, nema frá börnum. Ef þið fáið þau frá vinum sem eru ekki vön að nota þau, þá eru það líklega aðrir sem eru búnir að stela reikningi þeirra. „Brotaþolar eru oftast yfir 50 ára. Ef þið eigið ástvini á Facebook sem eru á þessum aldri og eldri, varið þau við,“ segir í lok tilkynningar lögreglunnar.
Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira