Valverde átti enn á ný flottan leik um helgina þegar Real Madrid vann 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Barcelona.
Así así, así gana el madrid
— Fede Valverde (@fedeevalverde) October 16, 2022
El clásico en casa #RMLiga #ElClasico pic.twitter.com/n8cllY679e
Valverde fór langt með að tryggja Real sigurinn þegar hann kom liðinu í 2-0 eftir 35 mínútna leik.
Þetta var hans fjórða mark í níu deildarleikjum á þessu tímabili sem er einu minna en hann skoraði í 104 fyrstu leikjum sínum með liðinu.
Valverde er 24 ára gamall landsliðsmaður Úrúgvæ og virðist að vera springa út á þessu tímabili.
Valverde spilar oft í sinni stöðu á miðri miðjunni en á móti Barcelona var hann á hægri kantinum í þriggja manna framlínu Real.
Fyrir aftan hann á miðjunni léku þeir Toni Kroos, Luka Modrić og Aurélien Tchouaméni. Kroos sá ástæðu til þess að senda risahrós á Valverde eftir leikinn.
„Fede Valverde er einn af þeim þremur bestu í heimi í dag,“ skrifaði Toni Kroos á Twitter.
Hinn 32 ára gamli Kroos hefur séð margt á sínum ferli og með reynslu og yfirsýn sem er mark á takandi.