Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2022 11:11 Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Vísir Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða. Í málinu var deilt um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort að hlaupahjól eigandans næði meiri hraða en 25 km/klst, en hún taldi það ósannað, þar sem mælingar lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Teldist það hins vegar sannað að hjólið næði hraða umfram 25 km/klst var í öðru lagi deilt um hvort eigandanum hafi verið eða mátt vera um það kunnugt. Lögreglan sá kærastann á hjólinu á miklum hraða fyrr um daginn Forsaga málsins er sú að þann að kvöldi þann 16. maí á síðasta ári stöðvaði lögreglan konuna er hún var á rólegri ferð eftir Strandgötu og Norðurgötu á Akureyri. Lögreglan taldi að um sama rafhlaupahjól væri að ræða og lögreglumenn hefðu tekið eftir fyrr um daginn. Þá hafði lögregla séð annan einstakling á hjólinu, kærasta eigandans, á mikilli ferð. Viðkomandi hafði hins vegar ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu. Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.Vísir/Vilhelm Eftir að lögregla hafði afskipti af eigandanum um kvöldið hófust hraðamælingar til að meta hvort að umrætt hjól kæmist yfir 25 km/klst. Rafhlaupahjól sem hönnuð eru til aksturs frá 6-25 km/klst tilheyra flokki reiðhjóla og ekki þarf að skrá þau sérstaklega. Sambærileg hjól sem komast yfir 25 kílómetra á klukkustund eru hins vegar skráningarskyld sem létt bifhjól í flokki II. Til þess að nota þau er krafist ökuréttinda, sem á ekki við um sambærileg hjól sem komast ekki yfir 25 km/klst. Mælt með þremur mismunandi tækjum Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra vegna málsins kemur fram að lögregla hafi framkvæmt hraðamælingu með hraðaratsjá lögreglubílsins. Lögreglumaður ók hjólinu til móts við lögreglubílinn með inngjöf hjólsins í botni. Mældist hraðinn 45 km/klst. Taldi lögreglan því að hjólið væri skráningarskylt. Var konan ákærð fyrir að hafa ekið hjólinu án ökuréttinda, fyrir að hafa vanrækt skráningarskyldu hjólsins og án þess að afturhemill hjólsins væri í nothæfu ástandi. Lögreglan við hraðamælingar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/JóhannK Konan neitaði sök. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa að lögregla hafi einnig framkvæmt frekari hraðamælingar við rannsókn málsins. Sérhæfður hraðamælir til að mæla hraða minni rafhjóla mældi mesta hraða hjólsins á 52,6 kílómetra hraða, og 23,5 kílómetra hraða í fyrsta gír. Laserhraðamælitæki löreglu mældi hraða í fyrsta gír til samanburðar og mældist hann þá 26 kílómetra hraða. Við skoðun kom einnig fram að hemlabúnaður að aftan hafi verið ófullnægjandi, þar sem hemlaklossa og festingar fyrir þá hafi vantað. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi komið fram sem geti dregið hraðamælingarnar í efa. Þrjú mismunandi tæki hafi verið nýtt til þess. Taldi dómurinn því að hjólið teldist til flokks létt bifjóls II, það væri skráningarskylt og því þyrfti notandi þess að vera með gild ökuréttindi. Sönnun um sekt ekki byggð á getgátum Eftir stóð að skera úr um hvort að eigandanum hafi mátt vera ljóst að hlaupahjólið næði meiri hraða en 25 kílómetrar á klukkustund og lyti þar af leiðandi reglum þar um. Lögð voru fram kynningargögn, bæði upplýsingar af vefsíðu söluaðila hjólsin hér á landi, sem og notkunarhandbók um hjólið á íslensku, þar sem fram kom að rafhlaupahjól af þeirri gerð sem málið fjallaði um næðu hámarkshraðanum 25 km/klst. Ákæruvaldið lagði hins vegar fram upplýsingar af vefsíðu framleiðenda hjólsins, þar sem fram kom að hámarkshraðinn væri 60 kílómetrar á klukkustund. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir, miðað við gögn málsins og vitnisburð eigandans, að henni hafi verið kynnt við kaupin að hámarkshraði hjólsins væri 25 km/klst . Hún gæti ekki borið ábyrgð á röngum upplýsingum söluaðila. Akureyri.Vísir/Vilhelm Taldi héraðsdómur þá að eftir stæði hvort að eigandanum, eftir að hafa átt og notað hjólið í tvo til þrjá mánuði, hafi mátt vera ljóst að hjólið kæmist á meiri hraða en 25 km/klst. „Vissulega má leiða að því líkur að ákærða kunni að hafa ekið hjólinu yfir þeim hraða á þessu tímabili og veitt því athygli á hraðamæli hjólsins. Sönnun um sekt í sakamáli verður hins vegar ekki byggð á slíkum getgátum,“ segir í dómi héraðsdóms. Taldi dómurinn því að ekki hafi tekist að sanna ákæruatriði málsins, utan þess að óumdeilt var að hemlabúnaður hjólsins var ófullnægjandi. Var eigandinn því sýknaður af þeim ákæruliðum er sneru að skráningarskyldu hjólsins og akstri þess án ökuréttinda. Hún þarf þó að greiða 20 þúsund krónur í sekt vegna hemlabúnaðarins. Samgöngur Akureyri Dómsmál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Í málinu var deilt um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort að hlaupahjól eigandans næði meiri hraða en 25 km/klst, en hún taldi það ósannað, þar sem mælingar lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Teldist það hins vegar sannað að hjólið næði hraða umfram 25 km/klst var í öðru lagi deilt um hvort eigandanum hafi verið eða mátt vera um það kunnugt. Lögreglan sá kærastann á hjólinu á miklum hraða fyrr um daginn Forsaga málsins er sú að þann að kvöldi þann 16. maí á síðasta ári stöðvaði lögreglan konuna er hún var á rólegri ferð eftir Strandgötu og Norðurgötu á Akureyri. Lögreglan taldi að um sama rafhlaupahjól væri að ræða og lögreglumenn hefðu tekið eftir fyrr um daginn. Þá hafði lögregla séð annan einstakling á hjólinu, kærasta eigandans, á mikilli ferð. Viðkomandi hafði hins vegar ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu. Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.Vísir/Vilhelm Eftir að lögregla hafði afskipti af eigandanum um kvöldið hófust hraðamælingar til að meta hvort að umrætt hjól kæmist yfir 25 km/klst. Rafhlaupahjól sem hönnuð eru til aksturs frá 6-25 km/klst tilheyra flokki reiðhjóla og ekki þarf að skrá þau sérstaklega. Sambærileg hjól sem komast yfir 25 kílómetra á klukkustund eru hins vegar skráningarskyld sem létt bifhjól í flokki II. Til þess að nota þau er krafist ökuréttinda, sem á ekki við um sambærileg hjól sem komast ekki yfir 25 km/klst. Mælt með þremur mismunandi tækjum Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra vegna málsins kemur fram að lögregla hafi framkvæmt hraðamælingu með hraðaratsjá lögreglubílsins. Lögreglumaður ók hjólinu til móts við lögreglubílinn með inngjöf hjólsins í botni. Mældist hraðinn 45 km/klst. Taldi lögreglan því að hjólið væri skráningarskylt. Var konan ákærð fyrir að hafa ekið hjólinu án ökuréttinda, fyrir að hafa vanrækt skráningarskyldu hjólsins og án þess að afturhemill hjólsins væri í nothæfu ástandi. Lögreglan við hraðamælingar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/JóhannK Konan neitaði sök. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má lesa að lögregla hafi einnig framkvæmt frekari hraðamælingar við rannsókn málsins. Sérhæfður hraðamælir til að mæla hraða minni rafhjóla mældi mesta hraða hjólsins á 52,6 kílómetra hraða, og 23,5 kílómetra hraða í fyrsta gír. Laserhraðamælitæki löreglu mældi hraða í fyrsta gír til samanburðar og mældist hann þá 26 kílómetra hraða. Við skoðun kom einnig fram að hemlabúnaður að aftan hafi verið ófullnægjandi, þar sem hemlaklossa og festingar fyrir þá hafi vantað. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi komið fram sem geti dregið hraðamælingarnar í efa. Þrjú mismunandi tæki hafi verið nýtt til þess. Taldi dómurinn því að hjólið teldist til flokks létt bifjóls II, það væri skráningarskylt og því þyrfti notandi þess að vera með gild ökuréttindi. Sönnun um sekt ekki byggð á getgátum Eftir stóð að skera úr um hvort að eigandanum hafi mátt vera ljóst að hlaupahjólið næði meiri hraða en 25 kílómetrar á klukkustund og lyti þar af leiðandi reglum þar um. Lögð voru fram kynningargögn, bæði upplýsingar af vefsíðu söluaðila hjólsin hér á landi, sem og notkunarhandbók um hjólið á íslensku, þar sem fram kom að rafhlaupahjól af þeirri gerð sem málið fjallaði um næðu hámarkshraðanum 25 km/klst. Ákæruvaldið lagði hins vegar fram upplýsingar af vefsíðu framleiðenda hjólsins, þar sem fram kom að hámarkshraðinn væri 60 kílómetrar á klukkustund. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir, miðað við gögn málsins og vitnisburð eigandans, að henni hafi verið kynnt við kaupin að hámarkshraði hjólsins væri 25 km/klst . Hún gæti ekki borið ábyrgð á röngum upplýsingum söluaðila. Akureyri.Vísir/Vilhelm Taldi héraðsdómur þá að eftir stæði hvort að eigandanum, eftir að hafa átt og notað hjólið í tvo til þrjá mánuði, hafi mátt vera ljóst að hjólið kæmist á meiri hraða en 25 km/klst. „Vissulega má leiða að því líkur að ákærða kunni að hafa ekið hjólinu yfir þeim hraða á þessu tímabili og veitt því athygli á hraðamæli hjólsins. Sönnun um sekt í sakamáli verður hins vegar ekki byggð á slíkum getgátum,“ segir í dómi héraðsdóms. Taldi dómurinn því að ekki hafi tekist að sanna ákæruatriði málsins, utan þess að óumdeilt var að hemlabúnaður hjólsins var ófullnægjandi. Var eigandinn því sýknaður af þeim ákæruliðum er sneru að skráningarskyldu hjólsins og akstri þess án ökuréttinda. Hún þarf þó að greiða 20 þúsund krónur í sekt vegna hemlabúnaðarins.
Samgöngur Akureyri Dómsmál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira