„Sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 17:39 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstaka aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00