Fótbolti

Lands­liðs­maður biður Rúnar Kristins­son að segja sann­leikann

Atli Arason skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/anton

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, hefur blandað sér inn í umræðuna um Kjartan Henry Finnbogason, leikmann KR. Jóhann spyr af hverju þjálfari KR segir ekki sannleikann um stöðu Kjartans hjá KR.

Þau óstaðfestu tíðindi bárust í vikunni að KR hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Kjartans við félagið.

Í viðtali við Gulla Jóns eftir leik Breiðabliks og KR í gær sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við KR og gaf í skyn að hann væri enn þá hluti af liðinu. Kjartan var ekki í leikmannahóp KR í gær.

Jóhann Berg deildi frétt 433 um málið á Twitter í dag. Þar spyr Jóhann af hverju þjálfari KR segir ekki satt og rétt frá stöðu mála en Jóhann Berg og Kjartan Henry eru svilar.

KR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×