„Skýtur skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem kallar sig flokk einkaframtaksins“ Snorri Másson skrifar 15. október 2022 07:01 Íslensk fyrirtæki glíma við mesta skort á starfsfólki frá því fyrir efnahagshrun. Framkvæmdastjóri Sky Lagoon kveðst vera í keppni við önnur fyrirtæki um að halda í starfsfólk. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það ósjálfbært að almenni markaðurinn sé að missa fólk til hins opinbera. Atvinnuleysi er í lægstu lægðum, 2,8%, en eins jákvætt og það er veldur það líka spennu á vinnumarkaði. Segja má að það sem áður voru starfsmenn að keppa um stöðu hjá góðu fyrirtæki séu nú fyrirtæki að keppa um góða starfsmenn. Sérfræðingavinnustaðir á borð við verkfræðistofuna EFLU kvarta undan því að fá ekki fólk í vinnu en ef eitthvað er, er staðan verri í þjónustugeiranum. Eins og til dæmis í Sky Lagoon. Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri lónsins segir ástandið líka helgast af miklum uppgangi í ferðaþjónustu, sem eðlilega dvíni eilítið að hausti, en það hefur ekki gerst nú. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.Aðsend Mynd „Við erum að reyna að ráða í nokkrar lausar stöður í framlínu og munurinn á milli ástandsins núna og í vor er gríðarlega mikill. Við fáum alveg umsóknir en það er bara ekki í sama magni og þær voru. Við erum að reyna að reka hérna mjög flott þjónustufyrirtæki þannig að við höfum miklar kröfur gagnvart því fólki sem kemur hingað inn. Þannig að það er bæði fjöldi umsókna og gæði, og af því að það er svo mikil atvinna leggur fólk ekkert það mikið í umsóknirnar og gæðin fara niður,“ segir Dagný. Dagný segir vinnustaði klárlega keppast sín á milli um starfsfólk. „Við finnum alveg fyrir því, að það er verið að bjóða starfsfólki hér sem er að veita frábæra þjónustu hjá kannski öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Það er kannski dálítið sárt,“ segir Dagný. Opinberi geirinn stækkar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir þetta ástand áhyggjuefni og telur skýringarnar bæði trega stjórnvalda til að taka við vinnufúsum höndum að utan, hvort sem er sérfræðingum eða hælisleitendum, og svo nefnir Sigmar of mikil umsvif hins opinbera. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Það sem er náttúrulega áhugavert er að opinberi geirinn hefur stækkað um 19% í tíð þessarar ríkisstjórnarinnar á meðan einkageirinn hefur stækkað um 5%. Það er auðvitað ekki sjálfbær þróun og skýtur auðvitað svolítið skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem talar um sig sem flokk einkaframtaksins,“ segir Sigmar. „Við heyrum það úr atvinnulífinu að það virðist vera í erfiðleikum með að keppa stundum um starfsfólk til hins opinbera. Við verðum auðvitað að snúa þeirri þróun við en við gerum það ekki með því að lækka laun þeirra sem eru í opinbera geiranum, heldur bara með því að kannski ekki síst að fá fleira fólk hingað til landsins,“ segir Sigmar. „Ef við ætlum að standa undir velferð okkar bæði í einkageiranum og opinbera geiranum vantar okkur bara fleira fólk til Íslands. Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á því af hverju fólk amast svona mikið við því að fá hingað fólk frá útlöndum til að vinna, því að við þurfum svo sannarlega á því að halda.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sky Lagoon Tengdar fréttir Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnuleysi er í lægstu lægðum, 2,8%, en eins jákvætt og það er veldur það líka spennu á vinnumarkaði. Segja má að það sem áður voru starfsmenn að keppa um stöðu hjá góðu fyrirtæki séu nú fyrirtæki að keppa um góða starfsmenn. Sérfræðingavinnustaðir á borð við verkfræðistofuna EFLU kvarta undan því að fá ekki fólk í vinnu en ef eitthvað er, er staðan verri í þjónustugeiranum. Eins og til dæmis í Sky Lagoon. Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri lónsins segir ástandið líka helgast af miklum uppgangi í ferðaþjónustu, sem eðlilega dvíni eilítið að hausti, en það hefur ekki gerst nú. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.Aðsend Mynd „Við erum að reyna að ráða í nokkrar lausar stöður í framlínu og munurinn á milli ástandsins núna og í vor er gríðarlega mikill. Við fáum alveg umsóknir en það er bara ekki í sama magni og þær voru. Við erum að reyna að reka hérna mjög flott þjónustufyrirtæki þannig að við höfum miklar kröfur gagnvart því fólki sem kemur hingað inn. Þannig að það er bæði fjöldi umsókna og gæði, og af því að það er svo mikil atvinna leggur fólk ekkert það mikið í umsóknirnar og gæðin fara niður,“ segir Dagný. Dagný segir vinnustaði klárlega keppast sín á milli um starfsfólk. „Við finnum alveg fyrir því, að það er verið að bjóða starfsfólki hér sem er að veita frábæra þjónustu hjá kannski öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Það er kannski dálítið sárt,“ segir Dagný. Opinberi geirinn stækkar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir þetta ástand áhyggjuefni og telur skýringarnar bæði trega stjórnvalda til að taka við vinnufúsum höndum að utan, hvort sem er sérfræðingum eða hælisleitendum, og svo nefnir Sigmar of mikil umsvif hins opinbera. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Það sem er náttúrulega áhugavert er að opinberi geirinn hefur stækkað um 19% í tíð þessarar ríkisstjórnarinnar á meðan einkageirinn hefur stækkað um 5%. Það er auðvitað ekki sjálfbær þróun og skýtur auðvitað svolítið skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem talar um sig sem flokk einkaframtaksins,“ segir Sigmar. „Við heyrum það úr atvinnulífinu að það virðist vera í erfiðleikum með að keppa stundum um starfsfólk til hins opinbera. Við verðum auðvitað að snúa þeirri þróun við en við gerum það ekki með því að lækka laun þeirra sem eru í opinbera geiranum, heldur bara með því að kannski ekki síst að fá fleira fólk hingað til landsins,“ segir Sigmar. „Ef við ætlum að standa undir velferð okkar bæði í einkageiranum og opinbera geiranum vantar okkur bara fleira fólk til Íslands. Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á því af hverju fólk amast svona mikið við því að fá hingað fólk frá útlöndum til að vinna, því að við þurfum svo sannarlega á því að halda.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sky Lagoon Tengdar fréttir Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14. október 2022 17:09